Fjölmennt var á kynningarfundi Íbúðalánasjóðs fyrir áhugasama kaupendur að sjö fasteignasöfnum sjóðsins. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Capacent við Ármúla og sóttu hann hátt í 100 manns. Á fundinum var farið yfir fasteignasöfnin og söluferli þeirra, en ferlið er í umsjón eignasviðs Íbúðalánasjóðs og unnið í samstarfi við Capacent og LOCAL lögmenn.Meira