BEIÐNI UM VEÐLÁNAFLUTNING


Borgartúni 21        105 Reykjavík        Sími: 440-6400        www.hms.is
 
UPPLÝSINGAGJÖF OG FRÆÐSLA
vegna umsóknar um veðlánaflutning
Umsækjandi er hér með upplýstur um það að Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga þeirra sem umsókn hans og fylgiskjöl taka til. Fyrirspurnum, athugasemdum eða kröfum er varða vinnslu upplýsinganna er unnt að beina að þjónustuveri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (hms@hms.is).
Erindum varðandi vinnslu persónuupplýsinga er jafnframt unnt að senda á persónuverndarfulltrúa Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar persona@hms.is.
Tilgangur hinnar fyrirhuguðu vinnslu persónuupplýsinga er úrvinnsla umsóknar um veðlánaflutning af hálfu umsækjanda og önnur nauðsynleg vinnsla á grundvelli þess samkomulags sem kann að komast á milli HMS og umsækjanda. Auk þess sem vinnsla kann að fara fram í tengslum við eftirlit með viðskiptunum.
Öflun persónuupplýsinganna byggir á samþykki umsækjanda, sbr. lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Vinnsla upplýsinganna vegna umsóknar umsækjanda er á grundvelli þess að hún er nauðsynleg til að efna samning sem umsækjandi er aðili að og/eða til að gera ráðstafanir að beiðni umsækjanda áður en samningur er gerður
Væntir viðtakendur upplýsinganna eru starfsmenn Húsnæðis – og mannvirkjastofnunar sem fara með úrvinnslu eða ákvörðunarvald er varðar umsóknina.
Varðveislu upplýsinganna er háttað í samræmi við lög um meðferð opinberra skjalasafna nr. 77/2014 sem taka til allra skjala og gagna í vörslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem telst afhendingarskyldur aðili í skilningi laganna. Hér skal upplýst um það að óheimilt er að eyða skjölum úr skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila nema með heimild þjóðskjalavarðar, skv. 24. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.
Hinn skráði á rétt á því að fara fram á það við ábyrgðaraðila að fá aðgang að persónuupplýsingunum, láta leiðrétta þær, eyða þeim eða takmarka vinnslu þeirra hvað hinn skráða varðar eða til að andmæla vinnslu þeirra. Auk þess sem hinn skráði kann að eiga rétt til að flytja eigin gögn.
Veiting þeirra persónuupplýsinga sem hér er farið fram á er forsenda þess að hægt sé að gera samning á grundvelli framkominnar umsóknar. Umsækjanda ber að láta umbeðnar persónuupplýsingarnar í té að öðrum kosti er ekki unnt að afgreiða umsókn hans með fullnægjandi hætti.
Umsækjandi og/eða hinn skráði hefur rétt til þess að afturkalla með sannanlegum hætti samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinganna, að því leiti sem samþykkisgrundvöllur vinnslunnar á við. Afturköllun á samþykki fyrir vinnslunni hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslunnar fram að afturköllun.
Rétt er að upplýsa vegna vinnslu persónuupplýsinga er varðar umsókn þessa að unnt er að beina athugasemdum eða kvörtunum til Persónuverndar.
Við vinnslu umsóknar þessarar fer ekki fram sjálfvirk ákvarðanataka í skilningi laga um persónuvernd.
Umsækjandi lýsir því hér með yfir að hann hafi kynnt sér og móttekið ofangreindar upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga.