UMSÓKN UM STOFNFRAMLAG TIL LEIGUÍBÚÐA

           Borgartúni 21                          105 Reykjavík                          Sími: 569 6900   800 6969                          www.ils.is

Umsækjandi


Stjórn / nöfn stjórnarmanna

Kennitala

HeimilisfangUmsókn um stofnframlag

Óskað er eftir að stofnframlagið verði á eftirfarandi formi:


Stofnframlag ríkisins


Stofnframlag sveitarfélagsLýsing íbúða og stofnvirði/kaupverð


Heiti eignar

Fjöldi
íbúða

Fjöldi
herbergja
Birt
stærð
íbúðar

Tegund íbúðar
Stofnvirði
/ kaupverð


þ.a.
endurbætur

Viðbótar-
framlag
ríkis
Samtals:  

Rökstuðningur með ósk um viðbótarframlag ríkisins 

Nánari lýsing á íbúðum og þeim hópi þeim er ætlað að þjóna

Lánsfjármögnun


Fjármögnunaraðili

Tegund láns

Fjárhæð

Lánstími

Vextir
Samtals:  

Heildarfjármögnun

%
%

Athugasemdir

Fylgigögn

Gögn sem skila þarf samhliða umsókn:
Sérstaklega er tekið fram í eftirfarandi lista ef tiltekin gögn mega berast síðar.

Staðfesting sveitarfélags
 • Staðfesting sveitarfélags um að umsókn hafi borist.
 • Staðfesting sveitarfélags fyrir veitingu stofnframlags sveitarfélags og form. Hægt er að senda inn umsókn þrátt fyrir að staðfestingin liggi ekki fyrir en umsókn verður ekki endanlega afgreidd fyrr en hún berst.
 • Staðfesting á lóðarúthlutun og lóðarverði.

Um umsækjanda, eftir því sem við á
 • Greinargerð um umsækjanda.
 • Stofngögn og samþykktir félagsins.
 • Síðasti ársreikningur félagsins.
 • Staðfesting ráðherra á félaginu.
 • Staðfesting sjálfseignastofnunarskrár. Sækja má um fyrir hönd óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar, en staðfesting sjálfseignastofnunarskrár þarf að berast áður en til útgreiðslu stofnframlags getur komið.

Íbúðaþörf
 • Upplýsingar um hvaða hópi húsnæðinu er ætlað að þjóna.
 • Greinargerð um þörf á leiguhúsnæði fyrir efnaminni leigjendur á viðkomandi svæði og því hvernig áætlanir um fyrirhugaðar byggingar eða kaup á almennum íbúðum taka mið af þeirri þörf. Í greinargerðinni þarf að koma fram rökstuðningur fyrir fjölda eigna sem þörf er á sem og þeim stærðum íbúða sem fyrirhugað er að kaupa/byggja, byggt á stærð fjölskyldna sem eru í þörf fyrir húsnæði.
 • Upplýsingar um hvort og hvernig stuðlað er að fjölbreyttri samsetningu íbúa og félagslegri blöndun.

Íbúðirnar
 • Íbúðayfirlit sem finna má hér og á vefsíðu Íbúðalánasjóðs í skjali sem ber heitið: „Sundurliðað stofnvirði, íbúðayfirlit, viðskipta- og rekstraráætlun“.
 • Teikningar af íbúðunum. Einnig er óskað eftir drögum af aðaluppdráttum með byggingarlýsingu og skráningartöflu, ef það liggur fyrir.
 • Kaupsamningur um íbúðirnar og eftir því sem við á áætlanir um kostnað vegna kaupanna og breytingar eða endurbætur.
 • Framkvæmdaáætlun og framkvæmdatími, sem sýnir upphaf framkvæmda og áætlaða afhendingu íbúða.
 • Sundurliðuð kostnaðaráætlun byggingarframkvæmda. Verksamningur þar sem við á.
 • Áætlað stofnvirði þeirra íbúða sem fyrirhugað er að byggja eða kaupa, með nákvæmri sundurliðun. Skjal til útfyllingar má finna hér og á vefsíðu Íbúðalánasjóðs í skjali sem ber heitið „Sundurliðað stofnvirði, íbúðayfirlit, viðskipta- og rekstraráætlun“.
 • Upplýsingar um hvort og hvernig hagkvæmar aðferðir við íbúðabyggingar verða nýttar í því skyni að lækka byggingarkostnað og hvort og þá hvernig lögð er áhersla á skapandi og hugvitsamlegar lausnir og góða hönnun íbúðanna.

Fjármögnun
 • Viðskiptaáætlun sem inniheldur m.a. leiguverð niður á hverja íbúð og áætlun um þróun þess, rekstrarkostnað félagsins og íbúðanna og kostnað vegna endurbóta íbúðanna. Á vefsíðu Íbúðalánasjóðs er excel skjal, sem felur í sér dæmi um viðskiptaáætlun, ásamt leiðbeiningum um útfyllingu hennar, sem umsækjanda er heimilt að nýta sér.
 • Með viðskipta- og rekstraráætlun skal fylgja greinargerð þar sem eftirfarandi kemur fram:
  • Ákvörðun leiguverðs niður á hverja íbúð og áætlanir um þróun leiguverðs. Hvernig er leiguverð ákvarðað í upphafi og til lengri tíma?
  • Greinargóð lýsing á helstu forsendum um tekjur og útgjöld.
  • Útlistun á innri og ytri áhættuþáttum verkefnisins á framkvæmdatíma, á fyrstu rekstrarárum og til lengri tíma og hvernig umsækjandi hyggst bregðast við mögulegum frávikum frá viðskiptaáætlun.
 • Yfirlit yfir fjármögnun íbúðanna
  • Staðfesting langtíma fjármögnunar frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun, lánstími, kjör og upphæð, hlutfall af stofnkostnaði, eða áætlun um fjármögnun og staðfesting frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun um að umsókn hafi borist og að unnið sé að greiningu og vinnslu hennar. Vilyrði um lán getur verið afgreitt með fyrirvara um endanlega staðfestingu viðskiptabanka eða fjármálastofnunar um fjármögnun enda séu kjör jafngóð eða betri en fram kemur í áætlun.
  • Staðfesting eiginfjárframlags (ef um það er að ræða).
  • Staðfesting brúarfjármögnunar ef við á.

Íbúðalánasjóður getur óskað eftir frekari gögnum ef þörf er á til að unnt sé að taka afstöðu til umsóknar.

Hér er skal hengja skjöl við umsókn á forminu .txt, .rtf, .doc, .docx, .pdf, .gif, .png, .jpg, .jpe, .jpeg, .bmp, .xls, .xlsx, .ppt, .pptx, .tif, .tiff - max 25Mb.
Mikilvægt er að skjölin beri lýsandi heiti.

Það hafa engin skjöl verið innfærð.
  

Fyrirspurnir berist til stofnframlag@ils.is.