UMSÓKN UM LÁN TIL LEIGUÍBÚÐA
 LEIGUFÉLÖG OG FÉLAGASAMTÖK - NÝBYGGINGAR

           Borgartúni 21                          105 Reykjavík                          Sími: 569 6900   800 6969                          www.ils.is

Umsækjandi


Eigendur félags

Kennitala

Heimilisfang

Framkvæmdastjóri/prófkúruhafi

Kennitala

Heimilisfang
Fastnr.
/landnr.
eignar
Heiti fasteignar Póstnr. Stærð
íbúðar
í fm.
Fjöldi
herbergja
Áætlaður
bygg.kostnaður
Láns-
hlutfall
(Hámark
80%)
Láns-
fjárhæð
samtals
Lánstími
í árum
(Hámark
50 ár)
Samtals:    
Íbúðalánasjóður vill vekja athygli umsækjenda um leiguíbúðalán á þeim skyldum er hvíla á lántökum lánanna samkvæmt VIII. kafla laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og reglugerðar nr. 1042/2013.
Tilgangur með veitingu lánanna er að tryggja almenningi aðgengi að leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Af þessum sökum skulu félög eða félagasamtök sem njóta leiguíbúðalána frá Íbúðalánasjóði vera rekin án hagnaðarsjónarmiða, með hagkvæmum hætti og með hagsmuni leigjenda að leiðarljósi. Sé rekstrarafgangur til staðar er eingöngu heimilt að nýta hann til vaxtar eða viðhalds félagsins eða niðurgreiðslu lána og það er með öllu óheimilt að greiða út arð til eigenda eða ígildi arðs. Félögin skulu hafa það að langtímamarkmiði að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis. Samþykktir viðkomandi félags eða samtaka verða að uppfylla þær kröfur sem fram koma í 5. gr. reglugerðar nr. 1042/2013 og er umsækjendum bent á að skoða ákvæðið vandlega sem og önnur ákvæði reglugerðarinnar. Þá skulu lántakar á hverjum tíma hafa a.m.k. þrjár leiguíbúðir í rekstri.
Einnig er vakin athygli á því að gerð er krafa um að leiguíbúðir sem fjármagnaðar eru með leiguíbúðaláni frá Íbúðalánasjóði skulu vera eins hagkvæmar og kostur er. Til að tryggja að hagkvæmni íbúðanna eru m.a. ákvæði um hámarksstærðir og hámarksverð á eignunum í reglugerð nr. 1042/2013 en við mat á hagkvæmni er jafnframt er litið til annarra þátta líkt og herbergjafjölda, staðsetningar og aðstæðna fyrirhugaðra leigutaka.
Lántökum ber að láta þinglýsa leigusamningum á þær íbúðir sem lán sjóðsins hvíla á og skila afriti af þinglýstum samningi til Íbúðalánasjóðs.
Loks er vakin athygli á því að samkvæmt 40. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 hefur Íbúðalánasjóður eftirlit með lántökum leiguíbúðalána þar sem metið er hvort félögin fari eftir þeim skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögum og reglugerð og skilmálum lánanna. Er þá m.a. farið yfir hvort rekstri félagsins sé hagað með sem hagkvæmustum hætti, hvort arður eða arðsígildi hafi verið greitt út úr félaginu, hvort samþykktir félagsins uppfylli enn skilyrði reglugerðar nr. 1042/2013, hvort ákvörðun leigufjárhæðar sé hófleg og í samræmi við tilgang félagsins og reglugerðar 1042/2013, hvort afrit þinglýstra leigusamninga hefur verið skilað til sjóðsins o.fl. Ber félögunum að láta sjóðnum í té öll nauðsynleg gögn til að framkvæma eftirlitið, þ.á m. bókhaldsgögn, endurskoðaðan ársreikning o.fl. Reglulegt eftirlit fer fram a.m.k. árlega. Komi í ljós brot á skilyrðum og skilmálum lánanna og ekki er orðið við tilmælum um úrbætur er sjóðnum heimilt að endurskoða lánskjör eða jafnvel gjaldfella lán.

Fylgigögn

Vegna umsóknar um leiguíbúðalán þarf umsækjandi að skila eftirfarandi gögnum áður en mál er tekið til vinnslu:
 1. Viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun skal vera ítarleg lýsing á helstu atriðum sem varða félagið og rekstur þess, framtíðarsýn, stefnu og markmið. Skal m.a. fjalla um eftirtalin atriði:
  1. Áætlun umsækjanda um fyrirhugaðar byggingar eða kaup með hliðsjón af leiguíbúðaþörf á viðkomandi svæði og rökstuðningur fyrir því hvernig þær fyrirætlanir samræmast þörfinni og hvernig umsækjandi hyggst ráðstafa íbúðum.
  2. Greinargerð umsækjanda um hvernig hann hyggst haga rekstri félagsins þannig að reksturinn uppfylli markmið félagsins, sé með sem hagkvæmustum hætti og hagsmunir íbúa hafðir að leiðarljósi.
 2. Þriggja ára rekstraráætlun þar sem a.m.k. kemur fram hverjar leigutekjur eru af hverri íbúð, hver fastur og breytilegur kostnaður er og afborganir af lánum.
 3. Rökstuðningur fyrir því að fyrir hendi sé markaðsbrestur vegna fjármögnunar á byggingu eða kaupum á viðkomandi svæði.
 4. Til þess að hægt sé að meta hvort leiguíbúð sé eins hagkvæm og kostur er en uppfylli samt kröfur 16. gr. reglugerðar nr. 1042/2013, þ.m.t. útbúnar nauðsynlegu fylgifé þá þarf að skila inn eftirfarandi gögnum.
  1. Söluyfirlit íbúða (ef við á).
  2. Yfirlýsing húsfélags vegna fyrirhugaðra endurbóta (ef við á).
  3. Kostnaðarmat hugsanlegra endurbóta (ef við á).
  4. Upplýsingar um aldur og ástand fasteignar með tilliti til viðhalds sem fasteignin hefur fengið í gegnum tíðina.
  5. Teikning af íbúðinni, við mat er meðal annars litið til stærða fylgirýma íbúðar í séreign.
 5. Staðfesting á eigin fé þar sem sýnt er fram á að eiginfjárhlutfall sé að lágmarki 10% að teknu tilliti til lánveitingarinnar.
 6. Staðfesting á að umsækjandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að fjármagna þann hluta byggingarkostnaðar sem ekki er lánað til.
 7. Ársreikningur umsækjanda fyrir næstliðið rekstrarár, áritaður af löggiltum endurskoðanda um endurskoðun.
 8. Stofngögn félagsins.
 9. Samþykktir félagsins.
 10. Vottorð úr fyrirtækjaskrá.
 11. Yfirlýsing um fjárræði og hreinan brotaferil eigenda.
 12. Verksamningur og aðrar viðeigandi upplýsingar um kostnaðarþætti vegna byggingar.
 13. Nauðsynlegar upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd, þ.m.t. upplýsingar um framkvæmdatíma og áætlaðan byggingarkostnað, þ.m.t. opinber gjöld t.d. gatnagerðargjöld og tengigjöld.

Athygli er vakin á að Íbúðaláasjóður getur krafist frekari gagna þykir það nauðsynlegt við mat á umsókn.

Hér er skal hengja skjöl við umsókn á forminu .txt, .rtf, .doc, .docx, .pdf, .gif, .png, .jpg, .jpe, .jpeg, .bmp, .xls, .xlsx, .ppt, .pptx, .tif, .tiff - max 25Mb.
Mikilvægt er að skjölin beri lýsandi heiti.

Það hafa engin skjöl verið innfærð.