Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009. Á árinu 2009 voru fyrstu íbúðakaup um 7,5% allra íbúðakaupa en á öðrum ársfjórðungi þessa árs var það hlutfall komið upp í 27,7%, sem er það hæsta síðan mælingar hófust árið 2008. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Kaupsamningum fækkar um 4% á landinu
Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum, en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi, á sama tíma og þeim fækkaði um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ.
Þrýstingur á húsnæðismarkaðinum eykst á landsbyggðinni en minnkar á höfuðborgarsvæðinu
Á meðan hækkun á ásettu verði íbúða hefur minnkað og meðalsölutíminn haldist stöðugur á höfuðborgarsvæðinu má greina hraðari verðhækkun auk styttri meðalsölutíma á landsbyggðinni. Raunar hefur meðalsölutíminn nánast verið sá sami á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess í tvö ár, en munurinn milli þeirra svæða og annarra á landinu hefur minnkað á undanförnum mánuðum.
Þriðjungsminnkun á leigumarkaðinum
Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Einnig er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði.
Toppnum náð í byggingarstarfsemi
Dregið hefur úr innflutningi byggingarhráefna auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Líklegt er að toppnum sé náð í íbúðaruppbyggingu í bili, þótt starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn.
Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum, en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi, á sama tíma og þeim fækkaði um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ.
Þrýstingur á húsnæðismarkaðinum eykst á landsbyggðinni en minnkar á höfuðborgarsvæðinu
Á meðan hækkun á ásettu verði íbúða hefur minnkað og meðalsölutíminn haldist stöðugur á höfuðborgarsvæðinu má greina hraðari verðhækkun auk styttri meðalsölutíma á landsbyggðinni. Raunar hefur meðalsölutíminn nánast verið sá sami á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess í tvö ár, en munurinn milli þeirra svæða og annarra á landinu hefur minnkað á undanförnum mánuðum.
Þriðjungsminnkun á leigumarkaðinum
Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Einnig er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði.
Toppnum náð í byggingarstarfsemi
Dregið hefur úr innflutningi byggingarhráefna auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Líklegt er að toppnum sé náð í íbúðaruppbyggingu í bili, þótt starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn.
Er jafnvægi á húsnæðismarkaði?
Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi þó verið fyrir ofan jafnvægi.
Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi þó verið fyrir ofan jafnvægi.
Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.