endurbaetur nytt_lan vedlanaflutningur yfirtaka_lana icon-play icon-pdf icon-checkmark at icon-bradabirgdagreidslumat icon-calculator icon-chevon icon-clock icon-close icon-contract icon-counseling icon-credit-evaluation icon-external icon-external icon-felagasamtok icon-finnaleiguhus icon-hammer icon-happy icon-home icon-hus icon-info icon-info icon-lan icon-landlord icon-lock icon-menu-cat icon-menuburger icon-money icon-nursing-home icon-phone icon-question icon-quick icon-report icon-search icon-close icon-towns icon-unhappy icon-variables icon-vaxtatafla icon-velta icon-hammer house-icon simple-arrow-right simple-arrow-left file-icon ILS_houses-outline icon_email
ILS Logo Mobile
ILS Logo
  • Um okkur
    Um okkur
    Fara í næsta flokk
    • Lög og reglugerðir
    • Skýrslur
    • Lánshæfismat
    • Áætlanir
    • Fyrirvari
    • Þjónustulögfræðingar
    • Fréttir
    • Upplýsingaöryggi

  • Fjárfestar
    Fjárfestar
    Fara framhjá aðalvalmynd
    • Lánshæfismat
    • Skýrslur
    • Áætlanir
    • Prospectus
    • Húsbréf

Þörf á endurskoðun vaxtabótakerfisins

Hlusta

Skrifað þann 10.11.2017

40% vaxtabóta fara til tekjuhærri helmings þjóðarinnar og 90% vaxtabóta til þess helmings þjóðarinnar sem á meiri vergar eignir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu á vaxtabótakerfinu sem Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, kynnti í dag. Hér má sjá glærur Ólafs frá fundinum.

Niðurstaða greiningarinnar er sú að vaxtabótakerfið nær vart því hlutverki að stuðla að húsnæðisöryggi landsmanna miðað við núverandi aðstæður. Kerfið aðstoðar ekki í nægilega miklum mæli þá landsmenn sem þurfa mest á stuðningi að halda í húsnæðismálum.

Mun minni vaxtabætur til ungs fólks

Rúmlega 4 milljarðar króna voru greiddir í vaxtabætur í ár og hafa þær aldrei verið lægri að raunvirði. Þær eru þó enn stór hluti af fjárhagslegum stuðningi hins opinbera á húsnæðismarkaði.

Á undanförnum áratug hafa bótaþegar vaxtabóta að meðaltali orðið eldri. Svo dæmi sé tekið hafa vaxtabætur til fólks undir þrítugu dregist saman um 75% að raunvirði síðan árið 2006. Á sama tíma hefur fólk á þrítugsaldri orðið sífellt líklegra til að búa í foreldrahúsum.

Óheppilegir hvatar

Helsti vandi margra á húsnæðismarkaði í dag er hversu erfitt það er að safna fyrir fyrstu íbúð. Margir leigjendur eru fastir á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja kaupa, en vaxtabætur eru aðeins greiddar til þeirra sem eiga nú þegar íbúð. Jafnframt hefur vaxtabótakerfið í för með sér mjög óheppilega hvata, sem valda því að fólki getur beinlínis verið refsað fjárhagslega fyrir að greiða inn á lán sín.

Ólafur kynnti leiðir til að breyta vaxtabótakerfinu svo að það næði betur markmiðum sínum. Ein leið er að bjóða upp á svokölluð startlán að norskri fyrirmynd, en það eru lán sem eru sérsniðin að því að aðstoða tiltekna félagshópa við að eignast sína eigin íbúð. Þannig mætti stuðla að auknu jafnræði á húsnæðismarkaði og auka húsnæðisöryggi viðkvæmra félagshópa.



Aðstoða þurfi betur tekju- og eignalága

Ólafur Heiðar Helgason: „Það er kominn tími til að taka vaxtabótakerfið til endurskoðunar. Vaxandi hópur fólks er á hrakhólum á húsnæðismarkaði. Í núverandi ástandi hlýtur það að vera í forgangi að aðstoða fólk sem býr við lítið húsnæðisöryggi, meðal annars á leigumarkaði.

Vaxtabætur aðstoða ekki þann stóra hóp fólks sem vill komast í eigið húsnæði, heldur aðeins þá sem eru í þeirri stöðu nú þegar. Skoða mætti hvort hægt sé að aðstoða tekju- og eignalága betur við að komast í eigin íbúð, samhliða því sem við byggjum upp stöðugan leigumarkað.“

Myndasafn

  • Þjónustuver ÍLS
  • Senda erindi

Þjónustuver ÍLS

Fáðu beint samband við þjónustufulltrúa og mínar síður
Hringdu í síma 569 6900 eða fáðu beint netsamband við þjónustufulltrúa.

Opnunartími þjónustuvers er milli 09:00 – 16:00 alla virka daga.
Einnig er hægt að skoða stöðu lána á mínum síðum.

  • 569 6900
    09:00 – 16:00
  • Hefja netspjall

Láttu í þér heyra. Sendu okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun hér á vefnum.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira