Betri afkoma vegna bættra gæða lánasafns, aukningar vaxtaberandi eigna umfram skuldir og lækkun rekstrarkostnaðar
• Rekstrarafgangur Íbúðalánasjóðs nam 4.257 milljónum króna
• Eiginfjárgrunnur er 7,26% sem er hæsta hlutfall frá stofnun sjóðsins
• Útlán í vanskilum eru 2,9% og minnka verulega - voru 6,9% árið 2015
• Sala fullnustueigna nam ríflega 20.000 milljónum króna sem fjárfest var í vaxtaberandi eignum
Ársreikningur Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2016 var staðfestur af stjórn sjóðsins í dag. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð sem nemur 4.257 milljónum króna samanborið við 1.827 milljóna króna rekstrarafgang árið 2015. Viðsnúningurinn í rekstrinum nemur rúmlega tveimur milljörðum króna. Þetta er þriðja árið í röð sem Íbúðalánasjóður skilar rekstarafgangi.
Eiginfjárhlutfall sjóðsins er nú 7,26% en var 5,46% í árslok 2015. Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0%. Eigið fé Íbúðalánasjóðs í lok tímabilsins er 23.528 milljónir króna en var 19.271 milljónir króna í árslok 2015.
Rekstrarkostnaður sjóðsins á tímabilinu nam 1.735 milljónum króna en þar af voru 100 milljónir einskiptiskostnaður vegna hagræðingaraðgerða og undirbúnings sjóðsins vegna nýrra laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Rekstrarkostnaður lækkar um 12,8% á milli ára að frádregnum einskiptiskostnaði þrátt fyrir umtalsverðar hækkanir launa í kjölfar kjarasamninga. Í áætlunum sjóðsins er gert ráð fyrir að lækkun rekstrarkostnaðar vegna hagræðingar í rekstri verði komnar að fullu til framkvæmda á árinu 2017. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildareignum sjóðsins nam 0,22% á ársgrundvelli.
Afkoma sjóðsins af sölu fullnustueigna var jákvæð á árinu og skilaði 799 milljónum umfram bókfært virði eignanna auk þess sem sjóðurinn seldi Leigufélagið Klett ehf. og innleysti við það söluhagnað að fjárhæð 1.427 milljónir kr.
Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs fækkar
Í árslok 2016 er fjárbinding vegna fullnustueigna 10.936 milljónir króna og lækkaði um 9.085 milljónir króna á árinu en 888 eignir voru seldar árið 2016. Bókfært virði fullnustueigna í lok árs nam að jafnaði 80% af fasteignamati undirliggjandi eignasafns. Leigufélagið Klettur ehf. var selt til hæstbjóðanda í opnu söluferli. Samkeppnisyfirvöld samþykktu söluna á leigufélaginu í lok nóvember 2016. Frá áramótum hefur sjóðurinn leyst til sín 203 íbúðir til fullnustu krafna. Sjóðurinn átti 663 íbúðir í lok tímabilsins. Sala fullnustueigna mun hafa jákvæð áhrif á hreinar vaxtatekjur sjóðsins til framtíðar þar sem bundnu fé í fasteignum er umbreytt í vaxtaberandi eignir.
1. Að standa fyrir rannsóknum á húsnæðismarkaði og styðja þannig við stefnumótun stjórnvalda
2. Að úthluta stofnframlögum og koma upp nýju leigukerfi fyrir almenning sem eru undir tekju- og eignamörkum
3. Að lána til íbúðakaupa óháð stöðu eða búsetu á samfélagslegum grunni.
4. Að halda utan um gerð húsnæðisáætlana og samstarf við sveitarfélög um skipulag húsnæðismála.
Ársreikningur Íbúðalánasjóðs 2016
Nánari upplýsingar veita Hermann Jónasson forstjóri og Rut Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, í síma 569 6900.
• Rekstrarafgangur Íbúðalánasjóðs nam 4.257 milljónum króna
• Eiginfjárgrunnur er 7,26% sem er hæsta hlutfall frá stofnun sjóðsins
• Útlán í vanskilum eru 2,9% og minnka verulega - voru 6,9% árið 2015
• Sala fullnustueigna nam ríflega 20.000 milljónum króna sem fjárfest var í vaxtaberandi eignum
Ársreikningur Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2016 var staðfestur af stjórn sjóðsins í dag. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð sem nemur 4.257 milljónum króna samanborið við 1.827 milljóna króna rekstrarafgang árið 2015. Viðsnúningurinn í rekstrinum nemur rúmlega tveimur milljörðum króna. Þetta er þriðja árið í röð sem Íbúðalánasjóður skilar rekstarafgangi.
Eiginfjárhlutfall sjóðsins er nú 7,26% en var 5,46% í árslok 2015. Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0%. Eigið fé Íbúðalánasjóðs í lok tímabilsins er 23.528 milljónir króna en var 19.271 milljónir króna í árslok 2015.
Rekstur sjóðsins heldur áfram að batna
Hreinar vaxtatekjur námu 1.857 milljónum króna samanborið við 1.633 milljónum króna árið 2015 sem er aukning á milli ára þrátt fyrir minnkun lánasafns. Hagræðing í rekstri, áherslur í sölu fullnustueigna ásamt viðsnúningi vaxtaberandi eigna hafa leitt til bættrar afkomu. Vaxtatekjur tímabilsins námu samtals 50.790 milljónum króna samanborið við vaxtatekjur að fjárhæð 51.707 milljónum króna fyrir árið 2015. Lækkun tekna skýrist af minnkun lánasafns. Efnahagsreikningur sjóðsins styrkist á milli ára.Rekstrarkostnaður sjóðsins á tímabilinu nam 1.735 milljónum króna en þar af voru 100 milljónir einskiptiskostnaður vegna hagræðingaraðgerða og undirbúnings sjóðsins vegna nýrra laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Rekstrarkostnaður lækkar um 12,8% á milli ára að frádregnum einskiptiskostnaði þrátt fyrir umtalsverðar hækkanir launa í kjölfar kjarasamninga. Í áætlunum sjóðsins er gert ráð fyrir að lækkun rekstrarkostnaðar vegna hagræðingar í rekstri verði komnar að fullu til framkvæmda á árinu 2017. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildareignum sjóðsins nam 0,22% á ársgrundvelli.
Afkoma sjóðsins af sölu fullnustueigna var jákvæð á árinu og skilaði 799 milljónum umfram bókfært virði eignanna auk þess sem sjóðurinn seldi Leigufélagið Klett ehf. og innleysti við það söluhagnað að fjárhæð 1.427 milljónir kr.
Hlutfall vaxtaberandi eigna utan lánasafns eykst vegna uppgreiðslna
Í árslok voru útlán sjóðsins 578 milljarðar króna og höfðu útlán lækkað um 69 milljarða króna frá áramótum. Skýrist minnkun lánasafns af takmörkuðum útlánum, uppgreiðslum, afskriftum og ráðstöfun séreignarsparnaðar. Uppgreiðslur frá viðskiptavinum námu 47 milljörðum króna á árinu. Ekki hefur verið þörf fyrir útgáfu fjármögnunarskuldabréfa á tímabilinu. Eignir utan lánasafns að meðtöldu lausafé jukust milli ára og eru 196 milljarður króna. Skýrist aukningin fyrst og fremst af góðum árangri í sölu fullnustueigna og uppgreiðslum lána. Raunávöxtun vaxtaberandi eigna utan lánasafns á árinu var 3,51%. Sjóðurinn fjárfesti m.a. í eignavörðum verðtryggum skuldabréfum útgefnum af Íslandsbanka hf. og Arion banka hf. á árinu.Þróun vanskila og gæði lánasafns
Útlán í vanskilum nema nú 2,9% af heildarlánum en voru 6,9% á sama tíma árið 2015. Góðar efnahagsaðstæður og skilvirkir innheimtuferlar hafa minnkað áhættu vegna lánasafns. Einföldun innheimtuferla sem m.a. fól í sér að sjóðurinn breytti fyrirkomulagi milliinnheimtu og hefur það haft jákvæð áhrif á þróun vanskila. Uppreiknaðar eftirstöðvar allra útlána sjóðsins í vanskilum voru 17.500 millj. kr., þar af voru vanskil 3.413 millj. kr. Á afskriftareikningi útlána voru 7.480 millj. kr. í lok tímabilsins og dróst afskriftareikningur saman um 8.668 millj. kr. frá áramótum. Um 10.000 heimili hafa nýtt sér þann möguleika að greiða lán sín hjá sjóðnum hraðar upp með ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á fasteignalán sín.Tryggingarstaða lánasafnsins batnar
Um 96% af bókfærðu virði lánasafns Íbúðalánasjóðs liggur á veðbili innan við 90% af fasteignamati undirliggjandi veðandlags við lok tímabilsins. Fasteignaverð hefur hækkað umfram verðlag á tímabilinu og vanskil minnkað umtalsvert og því hefur tryggingarstaða lánasafnsins styrkst. Yfirgnæfandi hluti lána sjóðsins er á fyrsta veðrétti auk þess sem fasteignamat er að öllu jöfnu varkár verðmatsaðferð fyrir markaðsvirði eignar.Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs fækkar
Í árslok 2016 er fjárbinding vegna fullnustueigna 10.936 milljónir króna og lækkaði um 9.085 milljónir króna á árinu en 888 eignir voru seldar árið 2016. Bókfært virði fullnustueigna í lok árs nam að jafnaði 80% af fasteignamati undirliggjandi eignasafns. Leigufélagið Klettur ehf. var selt til hæstbjóðanda í opnu söluferli. Samkeppnisyfirvöld samþykktu söluna á leigufélaginu í lok nóvember 2016. Frá áramótum hefur sjóðurinn leyst til sín 203 íbúðir til fullnustu krafna. Sjóðurinn átti 663 íbúðir í lok tímabilsins. Sala fullnustueigna mun hafa jákvæð áhrif á hreinar vaxtatekjur sjóðsins til framtíðar þar sem bundnu fé í fasteignum er umbreytt í vaxtaberandi eignir.
Breytt framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs
Breytingar á löggjöf og áherslur stjórnvalda kalla á breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður breytist úr því að vera fyrst og fremst lánasjóður yfir í að vera sú stofnun sem ber ábyrgð á framkvæmd húsnæðismála, sbr. 4. gr. laga nr. 44/1998 en þar segir að Íbúðalánasjóður skuli annast stjórn og framkvæmd húsnæðismála samkvæmt lögunum. Breytt hlutverk kallar á ný verkefni en Íbúðalánasjóður mun nú sinna neðangreindum verkefnum:1. Að standa fyrir rannsóknum á húsnæðismarkaði og styðja þannig við stefnumótun stjórnvalda
2. Að úthluta stofnframlögum og koma upp nýju leigukerfi fyrir almenning sem eru undir tekju- og eignamörkum
3. Að lána til íbúðakaupa óháð stöðu eða búsetu á samfélagslegum grunni.
4. Að halda utan um gerð húsnæðisáætlana og samstarf við sveitarfélög um skipulag húsnæðismála.
Ársreikningur Íbúðalánasjóðs 2016
Nánari upplýsingar veita Hermann Jónasson forstjóri og Rut Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, í síma 569 6900.