Íbúðalánasjóður hélt fund fyrir fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu um stöðu á húsnæðismarkaði og eignir til sölu.
Magnús Árni Skúlason hagfræðingur hélt erindi um íbúðamarkaðinn 2015 og Gunnar Haraldsson hagfræðingur um alþjóðleg efnahagsmál. Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, fræðslustjóri Íbúðalánasjóðs fjallaði um lánaframboð Íbúðalánasjóðs og leiðir til að bera saman alla lánakosti á markaðnum. Ágúst Kr. Björnsson forstöðumaður fullnustueigna fjallaði um eignir til sölu hjá ÍLS.
Í framhaldinu verða haldnir fundir á landsbyggð sem verða kynntir síðar.
Glærur af fundinum má nálgast hér:
Magnús Árni Skúlason og Gunnar Haraldsson
Íbúðamarkaðurinn 2015 og alþjóðleg efnahagsmál.pdf
Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir
Lánaframboð og leiðir til að bera saman lánakosti_.pdf
Ágúst Kr. Björnsson
Eignir til sölu.pdf