Þegar fjárfest er í húsnæði er skynsamlegt að skoða vandlega þær lánategundir sem í boði eru og bera vaxtakjör saman. Oft má sjá í fjölmiðlum einfaldan samanburð á vöxtum en vaxtaprósentan ein og sér segir bara hluta af sögunni. Veðhlutfall, sem ýmist er reiknað af fasteignamati eða markaðsverðmæti eignar, er sá þáttur sem ræður því til hversu mikils hluta kaupverðs er lánað. Þannig að ef markaðsverðmæti eignar er 25 milljónir kr. og hámarksveðhlutfall er 80%, þá er að hámarki hægt að fá 20 milljón kr. lán. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um vexti sem bjóðast á markaðnum í dag*.
Samanburður á lánakjörum
Gildi | Live | LSR | Arion banki |
Íslands- banki |
Lands- bankinn |
Íbúðalána- sjóður |
|
Óverðtryggð lán bundin til þriggja ára | - | 6,75% | - | 7,65% | 6,75% | 6,95% | - |
Verðtryggð lán á föstum vöxtum | 3,60% | 3,60% | 3,60% | 4,30% | - | - | 4,20% |
Verðtryggð lán Endurskoðun e. 5 ár | - | - | - | 3,80% | 3,85% | 3,85% | - |
Verðtryggð lán á breytilegum vöxtum | 3,35% | 3,72% | 3,61% | 3,65% | - | 3,65% | - |
Hámarksveðhlutfall | 65% | 75% | 75% | 70% | 70% | 70% | 80% |
Lántökugjald | 0,5% | 0,75% | 0,50% | 1% | 1% | 1% | 1% |
Eins og sjá má liggur hámarksveðhlutfall í eftirfarandi flokkum sem kynnt er á heimasíðum fjármálafyrirtækja á bilinu 65-80%. Bankarnir bjóða síðan viðbótarlán á hærri kjörum. Það þýðir að lægri vaxtakjörin gilda upp að ákveðnu marki og síðan taka við hærri vextir. Ef t.d hámarksveðhlutfall í dæminu á undan væri 70% og viðbótarlán byðist upp að 80%, þá væri heildarlánið ennþá 20 milljónir kr. en lægri vextir giltu fyrir 17,5 milljónir kr. og hærri vextir fyrir 2,5 milljónir kr. Til þess að geta borið saman vaxtakjör á markaðnum verða forsendur um veðhlutföll að vera þær sömu.
Í töflunni hér að neðan er búið að reikna vegna vexti á sömu lánategundum bankanna og komu fram í fyrri töflu. Hér er búið að taka tillit til hærri vaxtakjara eftir tilfellum til þess að veðhlutfall lánanna sé það sama eða 80%.
Samanburður á lánakjörum – vegin kjör**
Gildi | Arion banki | Íslandsbanki | Landsbankinn | Íbúðalánasjóður | |
---|---|---|---|---|---|
Óverðtryggð lán bundin til þriggja ára | 6,79% | 6,89% | 7,08% | - | |
Verðtryggð lán á föstum vöxtum | 3,74% | 4,44% | - | - | 4,20% |
Verðtryggð lán endurskoðun e. 5 ár | 3,94% | 3,98% | - | - | |
Verðtryggð lán á breytilegum vöxtum | 3,79% | - | 3,78% | - | |
Hámarksveðhlutfall | 75%*** | 80% | 80% | 85%*** | 80% |
Lántökugjald | 0,5% | 1% | 1% | 1% | 1% |
** Útreikningur sem hér er birtur miðast við gefnar forsendur. Endanlegur útreikningur láns er samkvæmt vaxta- og verðskrá bankanna á hverjum tíma
*** Gildi býður upp á 75% hármarksveðhlutfall (með viðbótarláni) og Landsbankinn 85% (með viðbótarláni) en einungis var gert ráð fyrir 80% veðhlutfalli í þessu dæmi til þess að vaxtakjörin væru samanburðarhæf.
Vaxtakjörin sem hér birtast eru því heildarvextir lánsins. Ekki er gert ráð fyrir blönduðu láni í þessum útreikningum, sjá reiknivél hér fyrir slíkan samanburð. Vaxtakjörin í þessari töflu eru nú orðin samanburðarhæf. Vert er að benda á að við ákvörðun á lántöku eru margir aðrir þættir sem þarf að huga að svo sem lánstími, greiðslufyrirkomulag sem og kostnaður sem kann að falla til við lántöku eða uppgreiðslu. Frekari umfjöllun um fjármögnun íbúðarkaupa má nálgast hér á síðunni.
Var þessi síða gagnleg?