Lög nr. 44/1998 um húsnæðismál með síðari breytingum
Reglugerð nr. 1042/2013 með síðari breytingum
Reglugerð nr. 57/2009 með síðari breytingum
Heimili, dagvistarstofnanir og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða eiga kost á að sækja um almenn lán með 4,20% vöxtum og allt að 80% lánshlutfall hjá Íbúðalánsjóði til 50 ára.
Við ákvörðun lánsfjárhæðar er tekið tillit til fjármagns frá Framkvæmdasjóði aldraðra og úr ríkisjóði til hlutaðeigandi framkvæmdar þannig að þetta allt samanlagt getur aldrei orðið hærra en sem nemur kaupverði eða heildar byggingakostnaði framkvæmdar. Lán Íbúðalánsjóðs getur þó aldrei orðið hærra en sem nemur 80% af kaupverði eða byggingakostnaði.
Íbúðalánasjóður áskilur sér rétt til að afla opinberra gagna um félagið, þ.á m. en ekki takmarkað við, hlutafélagaskrá, lánshæfi hjá Creditinfo og birta ársreikninga.
Að öðru leiti er vísað til II kafla reglugerðar númer 57/2009 með síðari breytingum.
Íbúðalánsjóði er heimilt að lána félögum, sveitarfélögum og félagasamtökum til byggingar eða kaupa á sambýlum fyrir fatlaða. Heimilt er að veita lán með 4,20% verðtryggðum vöxtum til 50 ára.
Lán þessi eru háð því skilyrði að framkvæmdaraðilar hafi fengið starfsleyfi velferðarráðherra fyrir rekstri sambýlis.
Við ákvörðun lánsfjárhæðar er tekið tillit til fjármagns frá Framkvæmdasjóði fatlaðra og úr ríkisjóði til hlutaðeigandi framkvæmdar þannig að þetta allt samanlagt getur aldrei orðið hærra en sem nemur kaupverði eða heildar byggingakostnaði framkvæmdar. Lán Íbúðalánsjóðs getur þó aldrei orðið hærra en sem nemur 90% af kaupverði eignar eða byggingakostnaði.
Íbúðalánasjóður áskilur sér rétt til að afla opinberra gagna um félagið, þ.á m. en ekki takmarkað við, hlutafélagaskrá, lánshæfi hjá Creditinfo og birta ársreikninga.
Að öðru leiti er vísað til III kafla reglugerðar nr. 57/2009 með síðari breytingum.
Íbúðalánsjóði er heimilt að lána félögum og félagasamtökum til byggingar eða kaupa á vistheimilum fyrir börn og unglinga. Heimilt er að veita lán með 4,2% verðtryggðum vöxtum til 50 ára.
Lán þessi eru háð því skilyrði að framkvæmdaraðilar hafi fengið leyfi Barnaverndarstofu og staðfestingu Velferðarráðuneytis á samþykktum sínum. Sveitarfélög hafa einnig rétt á lánum til vistheimila samkvæmt reglugerð nr. 57/2009.
Við ákvörðun lánsfjárhæðar er tekið tillit til fjármagns frá opinberum aðilum svo sem ríkisjóði til hlutaðeigandi framkvæmdar þannig að þetta allt samanlagt getur aldrei orðið hærra en sem nemur kaupverði eða heildar byggingakostnaði framkvæmdar. Lán Íbúðalánsjóðs getur þó aldrei orðið hærra en sem nemur 90% af kaupverði eða byggingakostnaði.
Íbúðalánasjóður áskilur sér rétt til að afla opinberra gagna um félagið, þ.á m. en ekki takmarkað við, hlutafélagaskrá, lánshæfi hjá Creditinfo og birta ársreikninga.
Var þessi síða gagnleg?
Fáðu beint samband við þjónustufulltrúa og mínar síður
Hringdu í síma 569 6900 eða fáðu beint netsamband við þjónustufulltrúa.
Opnunartími þjónustuvers er milli 09:00 – 16:00 alla virka daga.
Einnig er hægt að skoða stöðu lána á mínum síðum.
Láttu í þér heyra. Sendu okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun hér á vefnum.
Þessi síða notar vafrakökur
Lesa meira