Í tengslum við samninga um fjárhagslega endurskipulagningu lögaðila kann Íbúðalánasjóður að gera kröfur um frekari skilmála og kvaðir á félagi eftir því sem við á. Þessir skilmálar geta t.a.m. verið:
5.1. Krafa um eiginfjárframlag eigenda til rekstursins og/eða til niðurgreiðslu á skuldum félagsins við Íbúðalánasjóð.
5.2. Krafa um að skuldum sé breytt í eigið fé og/eða fjármálagerningar gefnir út með breytirétti í hlutafé.
5.3. Lántaka er óheimilt að ráðast í nýjar fjárfestingar, taka ný lán eða gangast í ábyrgðir á skuldbindingum annarra nema með skriflegu fyrirfram samþykki Íbúðalánasjóðs .
5.4. Lántaka er óheimilt að veðsetja fasta- og lausafjármuni (þ. e. negative pledge) í eigu félagsins umfram það sem nú er nema með skriflegu fyrirfram samþykki Íbúðalánasjóðs.
5.5. Lántaka er óheimilt að selja fjármuni sína nema með skriflegu fyrirfram samþykki Íbúðalánasjóðs.
5.6. Lánataka er óheimilt að selja viðskiptakröfur sínar nema með skriflegu fyrirfram samþykki Íbúðalánasjóðs.
5.7. Lántaka er óheimilt að breyta starfsemi sinni þannig að þörf verði á breytingum á tilgangi félagsins í samþykktum, nema með skriflegu fyrirfram samþykki Íbúðalánasjóðs.
5.8. Lántaka er óheimilt að greiða út arð nema með skriflegu fyrirfram samþykki Íbúðalánasjóðs.
5.9. Allar breytingar á hluthafahópi lántaka eru háðar skriflegu fyrirfram samþykki Íbúðalánasjóðs.
5.10. Lántaka er óheimilt að gefa út nýtt hlutafé í félaginu eða kaupa eigin bréf, án skriflegs fyrirfram samþykkis Íbúðalánasjóðs.
5.11. Lántaka er óheimilt að ráðast í lækkun hlutafjár nema með skriflegu fyrirfram samþykki . Íbúðalánasjóðs
5.12. Lántaki skal heimila Íbúðalánasjóði að skipa áheyrnafulltrúa í stjórn félagsins og skal sá kostnaður sem því fylgir greiðast af félaginu. Áheyrnarfulltrúinn skal hafa aðgang að sömu gögnum og stjórnarmenn.
5.13. Lántaki skal veita Íbúðalánasjóði allar þær upplýsingar og skýrslur sem sjóðurinn óskar eftir s.s. ársreikninga, árshlutauppgjör, uppfærða fjárhagsáætlun, fundargerðir stjórnar- og hluthafafunda, yfirlit allra samninga sem félagið er aðili að og yfirlit yfir viðskipti við tengda aðila.
5.14. Ársreikningar félagsins skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda innan 3 mánaða frá lokum reikningsskilaárs félagsins og gerður í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju.
5.15. Lántaka er óheimilt að stofna dóttur- eða hlutdeildarfélög án skriflegs fyrirfram samþykkis Íbúðalánasjóðs .
5.16. Lántaka er óheimilt að sameinast öðru félagi/félögum eða skipta félaginu upp í tvö eða fleiri sjálfstæð félög, nema með skriflegu fyrirfram samþykki Íbúðalánasjóðs.
5.17. Lántaki skal greiða öll opinber gjöld, skatta, tryggingar og aðrar lögbundnar álögur á tilskyldum tíma og í samræmi við kvaðir þar að lútandi.
5.18. Lántaki skal heimila að Íbúðalánasjóði að skipa óháðan eftirlitsaðila með rekstri félagsins og skal hann fá ótakmarkaðan aðgang að bókhaldi félagsins og öðrum þeim upplýsingum sem hann telur nauðsynlegar er varðar framkvæmd samkomulagsins. Laun eftirlitsaðilans skulu greiðast af félaginu.
5.19. Öll viðskipti við tengda aðila skulu háð skriflegu fyrirfram samþykki Íbúðalánasjóðs.
5.20. Lántaki skal ávallt hafa fullnægjandi vátryggingar rekstrar og eigna að mati Íbúðalánasjóðs. Í því felst að vátryggja allar helstu fasteignir, og annað tengt rekstri félagsins. ábyrgðartryggingu, og viðhalda þeim tryggingum á meðan samningurinn er í gildi.
5.21. Lántaki skal tilkynna ÍLS um leið og þær aðstæður koma upp að lántaki eigi, eða kunni að eiga, rétt á tryggingabótum. Þá skuldbindur lántaki sig til þess að ráðstafa ekki þeim tryggingabótum sem hann kann að eiga rétt á, nema með fyrirfram samþykki Íbúðalánasjóðs.
5.22. Lántaki skal ekki greiða af öðrum skuldbindingum lántaka eða breyta skilmálum þeirra nema með samþykki Íbúðalánasjóðs. Þó er heimilt að greiða af slíkum skuldbindingum séu þær fallnar í gjalddaga samkvæmt fyrirfram umsömdum skilmálum sem eru í samræmi við eðlilega skilmála vegna sambærilegra skuldbindinga.
Lántaki skal ábyrgjast að yfirlýsingar þær sem afhentar eru í tengslum við samning þennan séu ætíð réttar á lánstímanum. Íbúðalánasjóður á rétt á því að krefjast staðfestingar fyrir því að svo sé, hvenær sem er á lánstímanum. Brot á þessu getur varðað slit á samningi um fjárhagslega endurskipulagningu.
5.23. Að laun og hlunnindi stjórnenda lántaka taki mið af almennum markaðskjörum og að upplýsa ÍLS um allar breytingar á launum og hlunnindum stjórnenda.
5.24. Lántaki skal upplýsa Íbúðalánasjóð þegar í stað, verði gerðar breytingar á stjórn eða framkvæmdastjórn lántaka.
5.25. Lántaki skal upplýsa Íbúðalánasjóð þegar í stað, ef upp koma aðstæður er valdið geta gjaldfellingu veðskuldabréfsins og öðrum skuldabréfum félagsins, samkvæmt skilmálum þess, þ.m.t. skilmálum sem fram koma í hvers kyns viðaukum þess.
5.26. Handveðsetja Íbúðalánasjóði alla hluti sína í félaginu og ótakmarkaðar heimildir til ráðstöfun slíkra réttinda, þ.m.t. að skipta um stjórn og óska eftir gjaldþrotaskiptum
5.27. Veita Íbúðalánasjóð handveð í öllum viðskiptareikningum félagsins með samningi við viðskiptabanka þess og skuldfærast afborganir lána félagsins á þann reikning en það sem umfram er fari inn á sérstakan rekstrarreikning félagsins.
5.28. Gefa út tryggingarbréf í öllum viðskiptakröfum félagsins eða taka kröfuveð í öllum kröfum félagsins.
5.29. Tryggja að allar eignir lántaka á hverjum tíma séu ávallt veðsettar Íbúðalánasjóði og skuldbindur lántaki sig til að upplýsa sjóðinn um sérhverjar nýjar eignir og ganga frá viðeigandi tryggingarskjölum vegna þeirra.
5.30. Undirrita valréttarsamnings eða annarskonar samkomulag við Íbúðalánasjóð sem tryggir að virðisauki sem kann að verða í eignasafni lántaka yfir líftíma fyrrnefnds samnings renni til sjóðsins. Ekki greiðist til Íbúðalánsjóðs hærri virðisauki en sem nemur verðtryggðri heildarafskrift sjóðsins sem sjóðurinn kann að hafa þurft að taka á sig í tengslum við samninga þessa.
5.31. Standi lántaki ekki í skilum með greiðslu afborgana og/eða vaxta og verðbóta hinnar veðtryggðu skuldar eða innheimtukostnaðar, hverju nafni sem nefnist, brjóti hann gegn einhverjum af kvöðum eða ofangreindum skuldbindingum, verði bú hans tekið til gjaldþrotaskipta, hinni veðsettu eign ekki haldið við, vátryggingargjöld eða önnur gjöld ekki greidd á réttum tíma, fjárnám gert í veðinu eða það selt á nauðungaruppboði, þá er hin veðtryggða skuld öll gjaldkræf og heimilt að ganga að öllum handveðssamningum og tryggingarbréfum, og fella úr gildi umsamin réttindi lántaka samkvæmt samkomulaginu um fjárhagslega endurskipulagningu
Við það að réttindi lántaka samkvæmt samkomulaginu falla niður er Íbúðalánasjóði heimilt að nýta þau veðréttindi sem felst í samkomulaginu um fjárhagslega endurskipulagningu lögaðila.