Greiðslujöfnun var sett á öll lán einstaklinga í desember 2009, að undanskildum lánum sem eru í frystingu eða ekki í skilum. Viðskiptavinir geta afþakkað greiðslujöfnun með því að fylla út formið hér að neðan. Sjálfvirk greiðslujöfnun nær ekki til lána fyrirtækja og félaga.
Athygli skal vakin á því að greiðslujöfnun mun leiða til aukins kostnaðar fyrir lántaka þegar upp er staðið í formi vaxta og verðbóta. Því er ekki sjálfgefið að lánshafar kjósi eða hafi hag af greiðslujöfnuninni þótt hún létti vissulega greiðslubyrði af láni tímabundið í niðursveiflu og geti þannig létt á efnahag heimilanna í landinu, einkum þeirra sem eru með greiðslubyrði sem er hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum.
Fastanúmer eignar má finna hér. Lánsnúmer eru skráð á greiðsluseðla, ýmist sem bankabréf nr. eða lánsnúmer.