Byrjaðu á því kanna greiðslugetuna
Þegar eignin er fundin þarf að huga að fjármögnun. Mikilvægt er að kanna greiðslugetu áður en kauptilboð er gert í fasteign. Hægt er að styðjast við niðurstöðu bráðabirgðagreiðslumats til að áætla greiðslugetuna. Greiðslugeta og eigið fé ræður því hversu hátt lán þú getur tekið, og þá hversu dýra fasteign þú ræður við að kaupa.
Berðu saman lánakosti
Berðu saman lánakosti er reiknivél sem er gagnleg til að bera saman lán og lánakosti sem bjóðast á markaðinum og einnig til að taka ákvörðun um hvort skynsamlegt sé að yfirtaka lán frekar en að taka ný lán. Athugið að kanna til hlítar skilmála lána áður en tekin er ákvörðun um yfirtöku. Jafnframt getur verið hjálplegt að fá stöðluð upplýsingablöð frá lánveitendum og kynna sér kjör og kosti mismunandi lána.
Greiðslumat
Þegar samþykkt kauptilboð liggur fyrir er næsta skref að fara í greiðslu- og lánshæfismat. Sótt er um á vefsíðu Íbúðalánasjóðs eða með því að fá aðstoð ráðgjafa í afgreiðslu sjóðsins í Borgartúni 21, með netspjalli eða í gegnum síma. Þegar greiðslumat hefur verið samþykkt berst niðurstaða matsins ásamt gögnum sem mikilvægt er að kynna sér áður en lánssamningur er gerður, þar á meðal greiðsluáætlun, staðlað upplýsingablað og upplýsingablað frá Neytendastofu.
Lánsumsókn
Þegar þú hefur lokið við að kynna þér niðurstöðu greiðslu- og lánshæfismats og meðfylgjandi gögn er næsta skref að sækja um lánið. Er það gert á vef sjóðsins eða með að fá aðstoð hjá ráðgjafa.
Undirritun og þinglýsing skuldabréfs
Þegar skuldabréf hafa verið gefin út eru þau undirrituð af kaupendum og seljendum og skjölin send til þinglýsingar hjá sýslumanni. Nánar um frágang ÍLS-veðbréfs.
Andvirði láns ráðstafað
Þegar þinglýst veðskuldabréf berst Íbúðalánasjóði er andvirði skuldabréfsins, að frádregnum lántökukostnaði, ráðstafað í samræmi við fyrirmæli um ráðstöfun í umsókn.
Greiðslur af lánum
Greiðslur af íbúðalánum hefjast einum til tveimur mánuðum frá fyrsta vaxtadegi, þ.e. fyrsta dag annars mánaðar frá fyrsta vaxtadegi. Fyrsti vaxtadagur er fimm dögum frá útgáfudegi bréfsins.
Var þessi síða gagnleg?