Íbúðalánasjóður annast framkvæmd laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta.
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði.
Markmið laga um húsnæðisbætur er að lækka húsnæðiskostnað með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum.
Við útreikning húsnæðisbóta er tekið mið af fjölda heimilismanna óháð aldri, leigufjárhæð, öllum tekjum og nettó eignum, þ.e. eignum að frádregnum skuldum.
Almenn afgreiðsla húsnæðisbóta er í höndum skrifstofu Íbúðalánasjóðs að Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki og er opin frá kl. 09:00 – 16:00 alla virka daga. Viðskiptavinir geta hringt í síma 569-6900 eða sent tölvupóst á husbot@ils.is. Einnig er hægt að hafa samband við ráðgjafa sjóðsins að Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
Hér má finna reiknivélar, spurningar og svör og allar nánari upplýsingar tengdar húsnæðisbótum
Var þessi síða gagnleg?