Breytingar á Íbúðalánasjóði og niðurfelling viðskiptavaktar og samnings um lánshæfismat
Með samþykkt laga 137/2019 um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og laga um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs (sem samþykkt var á Alþingi 17. desember 2019, sjá nánar þingskjal 381/2019) er staðfest breyting á starfsemi ÍL-sjóðs (áður Íbúðalánasjóðs) þannig að sjóðurinn verði ekki lengur virk fjármálastofnun, veiti ekki ný lán og gefi ekki út frekari markaðsskuldabréf. Forræði ÍL-sjóðs og ábyrgð á úrvinnslu eigna og skulda sjóðsins, flyst frá og með 31. desember 2019 til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Önnur starfsemi Íbúðalánasjóðs flyst til nýrrar stofnunar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) frá og með sama tíma.
Gerður verður þjónustusamningur við HMS um umsjón og innheimtu þeirra útlána sem tilheyra ÍL-sjóði. Þeir starfsmenn Íbúðalánasjóðs sem hafa sinnt markaðsverðbréfum sjóðsins munu áfram annast um daglega umsýslu í tengslum við þessi bréf. Nýtt símanúmer ÍL-sjóðs verður 534 8050.