Reiknivélar

Ný íbúðalán

Hægt er að reikna mánaðarlega greiðslubyrði láns og skoða niðurgreiðslutöflur og greiðsluáætlun miðað við mismunandi forsendur fyrir þróun verðlags. 

Samanburður lána / Yfirtaka

Hægt er að:

  • Bera saman tvö lán með mismunandi lánstíma.
  • Bera saman tvær lánasamsetningar t.d. samkvæmt söluyfirlitum tveggja íbúða.
  • Bera saman eitt nýtt lán við það að taka nýtt lán og yfirtaka jafnframt eitt eða fleiri lán sem þegar hvíla á íbúð

Lánin sem borin eru saman verða að vera jafnhá svo samanburðurinn verði raunhæfur.

Oft hvíla á íbúðum hagstæð lán sem skynsamlegt getur verið að yfirtaka.

Hvorki þarf að greiða lántökugjöld né stimpilgjöld af eldri lánum.

Best er að velja lán og lánstíma þannig að vaxtabyrði sé sem minnst án þess að greiðslubyrði verði of þung. Þegar lagt er mat á greiðslubyrði er mikilvægt að skoða ekki eingöngu næstu 12 mánuði því einhver lán gætu verið uppgreidd á undan öðrum. Betra er því að bera saman meðalgreiðslu út allan lánstímann.

Niðurgreiðslutöflur I og II 

Niðurgreiðslutafla I:  Sýnir ítarlega sundurliðaða greiðsluáætlun lánsins miðað við meðalverðbólgu síðustu 12 mánaða, sjá reiknivél. Skuldari á rétt á að fá töfluna afhenta, samkvæmt beiðni og honum að kostnaðarlausu, hvenær sem er á gildistíma lánssamnings.

Niðurgreiðslutafla II:  Sýnir ítarlega sundurliðaða greiðsluáætlun lánsins miðað við meðalverðbólgu síðustu 12 mánaða, sjá reiknivél. Skuldari á rétt á að fá töfluna afhenta, samkvæmt beiðni og honum að kostnaðarlausu, hvenær sem er á gildistíma lánssamnings.Niðurgreiðslutafla II:  Sýnir ítarlega sundurliðaða greiðsluáætlun lánsins miðað við meðaltalsársverðbólgu síðastliðin 10 ár fyrir gerð samnings, sjá reiknivél. Taflan er afhent lántakanda með lánsskjölum við lántöku.

Töflurnar sýna sundurliðun mánaðarlegrar greiðslu í afborgun, vexti, áætlaðar verðbætur og greiðslugjöld.

Eldri lán: Lán tekin fyrir 1. nóvember 2013

Stytting og lenging lána

Hægt er að reikna greiðslubyrði og vaxtabyrði lánsins fyrir og eftir lengingu eða styttingu.

Lán Íbúðalánasjóðs sem gefin eru út fyrir 1. nóvember 2013 er hægt að stytta niður í 20 ár og lengja upp í 40 ár. Lánstími eftir lengingu eða styttingu getur því verið 20, 30 eða 40 ár. Ekki er hægt að stytta lán með uppgreiðsluþóknun.

Vakin er athygli á því að útreikningarnir eru áætlun miðað við þær forsendur sem hafa verið valdar og þau kjör sem eru í gildi á hverjum tíma. Eru niðurstöðurnar því eingöngu til viðmiðunar og ekki skuldbindandi fyrir Íbúðalánasjóð. Allir útreikningar á vef Íbúðalánasjóðs eru birtir með fyrirvara um villur. Til baka